Stjórnarfundur hjá Hugvísindastofnun 21. nóvember 2018

Prentvæn útgáfa

Fundur í stjórn Hugvísindastofnunar 21. nóvember 2018 kl. 11.00 í Háskólatorgi

Mætt voru: Guðmundur Hálfdanarson (formaður, sem stjórnaði fundi), Geir Þórarinn Þórarinsson (SVF), Guðmundur Jónsson (SAGN), Gunnar Ágúst Harðarson (HEIM), Jóhannes Gísli Jónsson (MVS), Jón Ólafsson (RIKK), Sveinn Yngvi Egilsson (B&L), Vilhjálmur Árnason (SIÐ), Gústav Adolf Sigurbjörnsson (DOKT), Eiríkur Smári Sigurðarson og Margrét Guðmundsdóttir (sem ritaði fundargerð). Hjalti Hugason (GUÐ) og Valur Ingimundarson (EDDA) boðuðu forföll.

Fundargerð:

  1. Fundargerð síðasta fundar: Fundargerð frá 9. maí var samþykkt.
     
  2. Reglur fyrir Rannsóknasjóð Hugvísindastofnunar: Stjórnin ræddi reglur Rannsóknasjóðs fyrir næsta umsóknarfrest, 1. desember. Samþykkt var að gera lítilsháttar breytingar á 1., 3. og 4. grein. Í 1. grein laut breytingin einkum að ráðstefnum sem haldnar eru í samstarfi við aðra sem jafnframt annast umsýslu fjármála en einnig var bætt við ákvæðum um ráðstöfun halla á rekstrarafgangs. Í 3. grein, um boðsgesti, var bætt við ákvæði um að heimsóknir sem væru fjármagnaðar af öðrum aðilum yrðu ekki styrktar. 4. grein, um útgáfustyrki, var breytt á þann veg að stofnunum væri heimilt að sækja um styrki til útgáfu sem fastir starfsmenn stæðu að sjálfir og styrkja þannig verk þeirra án þess að vera beinn útgefandi. Enn fremur var stofum veitt heimild til að sækja um einn útgáfustyrk á ári.
     
  3. Húsnæðismál: Guðmundur Hálfdanarson gerði grein fyrir þröngri stöðu í húsnæðismálum þar sem von væri á nýjum starfsmönnum.
     
  4. Önnur mál: Engin önnur mál voru tekin fyrir. Fundi slitið um kl. 12.15.