Stjórnarfundur hjá Hugvísindastofnun 28. janúar 2019

Prentvæn útgáfa

Stjórnarfundur hjá Hugvísindastofnun 28. janúar kl. 15-16.30 í stofu 229 í Aðalbyggingu.

Mætt voru: Guðmundur Hálfdanarson (formaður, sem stjórnaði fundi), Birna Arnbjörnsdóttir
(SVF); Sveinn Yngvi Egilsson (B&L); Jón Ólafsson (RIKK); Guðmundur Jónsson (SAGN);
Jóhannes Gísli Jónsson (MVS); Sigríður Þorgeirsdóttir (HEIM); Vilhjálmur Árnason (SIÐ),
Adolf Sigurbjörnsson (DOKT), Gunnlaugur A Jónsson (GUÐ), Eiríkur Smári Sigurðarson og
Margrét Guðmundsdóttir (sem ritaði fundargerð).

Fundargerð:

  1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt.
  2. Hugvísindaþing: Margrét kynnti tillögur að málstofum sem bárust áður en frestur rann út í 22. janúar. Allar tillögur sem bárust voru samþykktar, en þær voru 42 talsins og fyrirlestrar um 150.
  3. Ráðstefnuhald: Margrét kynnti stuttlega að gera þyrfti breytingar á styrkjum vegna ráðstefnuhalds og færa þær í auknum mæli til ráðstefnuþjónustu eða annarrar aðkeyptrar þjónustu.
  4. Önnur mál: Engin önnur mál voru tekin fyrir.

Fundi slitið um kl. 16.30.