
Í Árnagarði 201 föstudaginn 8. mars kl. 15:15-17:15.
Í málstofunni verður sagt frá forkönnunum og fyrstu niðurstöðum úr rannsóknarverkefninu Svæðisbundinn framburður, viðhorf og málbreytingar í rauntíma sem styrkt er af Rannís 2023–2025. Gerð verður grein fyrir markmiðum og ramma rannsóknarinnar í heild sinni, yfirlitsniðurstöðum úr viðhorfshluta netkönnunar og vísbendingum um þróun valinna framburðarafbrigða.