Sýn(ir) á raunveruleikann: Heimsmynd íslenskra miðaldabókmennta í nýju ljósi // Vision(s) of the real: New approaches to worldviews in medieval Icelandic literature
Sýn(ir) á raunveruleikann: Heimsmynd íslenskra miðaldabókmennta í nýju ljósi // Vision(s) of the real: New approaches to worldviews in medieval Icelandic literature
Í Veröld 008 laugardaginn 8. mars kl. 10:00-12:00.
Í þessari málstofu koma fram niðurstöður, gögn og tilgátur úr rannsóknarverkefnum sem fást við heimsmynd íslenskra miðaldabókmennta. Fremur en að einblína á heimsfræði Snorra Eddu og eddukvæða, munu fyrirlesarar leitast við að draga fram minni áberandi – og stundum ógreinilega – þætti sem benda til margslunginnar og fjölbreytilegrar sýnar miðaldamanna á veruleikann. Leitað verður að bókmenntalegum einkennum sem flétta inn í frásagnirnar hugmyndum um verufræðilegt hlutverk karla og kvenna, um tengsl þeirra við umhverfið, og um stöðu þeirra í heiminum. Margvíslegum aðferðum sem styðja hver aðra verður beitt til að draga fram meðal annars hlutverk tákna, ljóða og hins yfirskilvitlega (e. fantastic) í mótun bókmenntalegrar heimsmyndar og tengsl hennar við trúarlegar iðkaðir og menningarlegar hefðir. Fyrirlestrarnir byggja á rannsóknarverkefnunum Kvennaspor: Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands, sem styrkt er af Rannís, og Bókmenntir og trúarlif leikmanna á miðöldum, sem styrkt er af sjóðnum Ritmenning íslenskra miðalda sem er í umsjón Snorrastofu í Reykholti. Enn fremur tengjast þeir doktorsverkefni Brooklyn. Samspil rannsóknarstarfs fyrirlesaranna og iðkun þeirra sem myndlistakvenna kemur líka til skjalanna. Brooklyn og Emily flytja fyrirlestra sína á ensku en Marie á íslensku.
This session will present conclusions, data, and hypotheses from research projects exploring the worldviews conveyed by Icelandic medieval literature. Going beyond the well-known mythical cosmogony depicted in the Eddas, the papers will explore more subtle – and sometimes uncertain – elements that reveal the complexity and the plurality of the medieval vision(s) of the real. They will look at literary features that weave into the narratives’ fabric ideas about the ontological role of men and women, their relationships with the environment, and their place in the world that lives in these texts. These will be examined through complementary approaches that highlight, among others, the role of symbols, poetry, and the fantastic in the literary shaping of such worldviews, in relation with religious and cultural traditions and practices. The papers presented in this session build on the ongoing research projects Kvennaspor: Unearthing and Foregrounding Women in Icelandic Saga Landscapes, funded by Rannís, and Secular Literature and Lay Religion in Medieval Iceland, funded by the project Literary culture of the Icelandic Middle Ages managed by Snorrastofa, and on Brooklyn’s doctoral research project. The interactions between the speakers’ research work and their practice as visual artists will also come into play. Brooklyn and Emily will deliver their papers in English and Marie will speak Icelandic.
Fyrirlestrar
Studies of literature produced and circulated in the medieval north tend to focus on saga material, but it is crucial to acknowledge where the written culture of Iceland found its genesis: in Christian homilies and exegesis. Often overlooked or neglected due to their “lesser” status as translations of foreign exempla, these homilies provide a fount of comparative potential between ecclesiastical and “secular” literature produced in the literary milieu of the 12th and 13th centuries.
This paper will enlist one homiletic topos often found in religious writings worldwide, the Latin ubi sunt ‘where are’ question, to compare its usage in three Old Norse-Icelandic texts: one soul-and-body dialogue, one Nativity sermon, and one skaldic poem preserved in a saga-text. The first two passages are ecclesiastical, employing the topos to prompt meditation upon the transience of life’s luxuries and the gravity of eternity. The latter is “secular”, a reflection upon the passing of a noble friend and the desire to once again find favour with a generous lord. Through analysing the contrast between these passages, I will consider what a “secular” adaptation of a religiously-charged topos might reveal about engagement with Christian worldviews within a narrative – as opposed to ecclesiastical – context.
Many readers of the Old Icelandic legendary sagas today enjoy these stories without believing the gods they describe are real. But what about the medieval scribes who wrote down these sagas in the thirteenth century? As these scribes were part of a Christian worldview, and not followers of Scandinavian pre-Christian religions, how did they conceive of the gods which they wrote about?
This presentation will examine whether medieval Icelanders who penned and consumed the legendary sagas saw the gods contained within as real, fictional, or something else entirely. It will consider how medieval theologians across the continent grappled with such questions.
For example, many medieval scholars saw the pagan gods Euhemeristically (descended from human kings), demonologically (demons taking over human bodies), and analogically (shadows of the ‘true religion’). This presentation will thus consider the depiction of the gods in the legendary sagas in light of such interpretations, hoping to shed light on whether medieval Icelanders with a Christian worldview considered the pre-Christian gods ‘real’.
Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir niðurstöðum úr rannsókn sem unnin var í samhengi verkefnisins Kvennaspor: Afhjúpun og ljómun kvenna í sagnalandslagi Íslands. Kvennaspor verkefnið snýst m.a. um tengsl kvenna og landslags í Íslendingasögunum.
Sýnt verður með dæmum að samspil kvenna við náttúrulegt umhverfið og sjónræna lýsingu þess er merkilegt og getur hjálpað okkur að skilja betur hvaða svar birtist í textunum við spurninguna: Hvað er veruleikinn? Með því að skoða þá þætti frásagnanna sem í dag myndu kallast óraunsæ kemur í ljós að veruleiki sagnanna er margþættur og fjölbreytilegur en áhersla verður lögð á hlutverk kvenna í að skapa heimsmynd sagnanna.
Gjarnan er litið á konur sem aukapersónur í Íslendingasögunum en það má hugsa sér að vald og virkni þeirra komi að hluta frá því aðalhlutverki sem þær gegna í verufræðilegri hugsun sagnanna – sem birtist sérstaklega í þeim þætti frásagnanna sem við í dag teljum að ekki tilheyri veruleikanum, svo sem draumar, galdrar eða ýmis konar yfirskilvitlegir atburðir.