„Þetta sokkna land“ - Frásagnir af náttúru og hamförum í íslensku og dönsku samhengi

Image

„Þetta sokkna land“ - Frásagnir af náttúru og hamförum í íslensku og dönsku samhengi

Í Odda 106 föstudaginn 8. mars kl. 13:15-16:15.

„Þetta sokkna land“ er vísun í ljóðabók Hauks Ingvarssonar Vistaverur og vekur til umhugsunar um samband bókmennta, lands og loftslagsbreytinga. Árið 2023 voru öll úrkomumet slegin í Danmörku og á Íslandi þurfti fólk ítrekað að flytja úr húsum sínum vegna hættu á aurskriðum. Þrátt fyrir að áhrif loftslagsbreytinga á bæði náttúru og samfélag séu með ólíku sniði í Danmörku og á Íslandi má sjá merki þess að þær þrengingar sem þær hafa í för með sér setji í auknu mæli mark sitt á bæði samfélagsumræðuna, sem og samtímabókmenntir og samtímalist í báðum löndum. Á Íslandi birtist náttúran okkur sem sterkt afl sem við þurfum oft á tíðum að verjast og takast á við en líka njóta og nýta, á meðan náttúran í Danmörku er berskjölduð og viðkvæm og þarfnast bæði afskipatleysis og inngripa mannsins. Í málstofunni verður varpað ljósi á birtingarmyndir náttúrunnar í bókmenntum og samtímalist í þessum nátengdu löndum og hvernig ólík upplifun af náttúrunni og áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi og í Danmörku hefur sett bæði mark sitt á íslenskar og danskar bókmenntir og listir.

Eftir að allir fyrirlesarar hafa lokið máli sínu verða 30 mínútna pallborðsumræður um samband manns og náttúru og birtingarmyndir þess í íslenskum og dönskum samtímabókmenntum og listum.

Málstofan fer fram á íslensku og dönsku.  

Fyrirlestrar

Í þessum fyrirlestri mun ég greina Íslandsmyndina og ímynd íslenskrar náttúru í skáldsögunni HHV FRSHWN – Dødsknaldet i Amazonas frá árinu 2019 eftir danska höfundinn Hanne Højgaard Viemose. Hanne hefur sterk tengsl við Ísland: Hún á tvö börn með íslenskum manni, býr á Íslandi, hún talar og les íslensku. Í bókum sínum miðlar hún íslenskri náttúru og menningu til danskra lesenda.

Flestir danskir höfundar og listamenn frá 20. öld (og fyrr), sem ferðuðust til Íslands, voru mest uppteknir af Íslendingasögum og -slóðum. Hanne fer aðra leið: Hún gefur nútímalegri mynd af Íslandi (til dæmis vitnar hún í íslenskar nútímabókmenntir) og virðist vilja leiðrétta glansmyndir þjórernisrómantíkurinnar. Þegar hún lýsir íslenskri náttúru og nútímamenningu afbyggir hún vitsvitandi hefðbunda borealismann með því að nota staðalímyndir með húmor og virðingarleysi.

Við erum stödd í heimi þar sem upplýsingar um hitamet, aurskriður, flóð og útrýmingu tegunda dynja sífellt á okkur. Sum telja að lausnina sé að finna í grænum orkugjöfum og viðhaldi þeirra lífshátta sem leiddu okkur inn í þessar aðstæður. Önnur telja að þeir lífshættir sem við búum við í dag séu ekki þeir bestu mögulegu og lausnina sé fremur að finna með því að endurhugsa samband okkar við heiminn, aðrar lífverur og náttúruna sem við erum hluti af. Bruno Latour og Hartmut Rosa hafa báðir talað um að flæði hamfaraupplýsinga sé líklegra til að draga máttinn úr einstaklingum frekar en að hvetja til aðgerða. Listin og sköpunarkrafturinn séu hins vegar líklegri til að fylla fólk orku sem nauðsynleg er til að takast á við kefjandi aðstæður og endurhugsa tilveru okkar á jörðinni í samneyti við aðrar lífverur.

Náttúran í Danmörku er bæði smágerð og viðkvæm og á margan hátt berskjölduð fyrir loftslagsbreytingum. Í fyrirlestrinum mun ég fjalla um tilraunir danskra listamanna til að endurhugsa samband okkar við heiminn og náttúruna. Í tengslum við það mun ég meðal annars fjalla um sýninguna Snefnug og andre overraskelser, og skáldsögurnar Jordisk eftir Theis Ørntoft og Om udregning af rumfang eftir Solvej Balle.

Siden foråret 2023 har jeg lavet etnografiske feltarbejde i Island, hvor jeg interviewer forfattere og andre litterære figurer såsom forlæggere og kritikere om deres arbejde. Her dukker klima- og miljøemner ofte op, for eksempel i spørgsmål om masseturismens betydning, forsvindende gletsjere eller bygningen af dæmninger. Min empiri kan dermed forbindes til større samfundsdebatter i Island om vægtningen af naturen over for økonomien.

Denne præsentation stiller skarpt på tre forfatteres arbejder i relation til hvad jeg meget bredt vil kalde naturkriser i Island. I kronologisk rækkefølge er det: Andri Snær Magnasons Draumalandið (2007), Oddný Eir Ævarsdóttirs Jarðnæði (2011) og Haukur Ingvarssons Vistarverur (2018). I antropologien betragtes litterære værker oftest som narrative spejlinger af en allerede eksisterende verden ‚derude‘. Jeg ønsker at undersøge værkerne som del af et arbejde mod at skabe en mere ønskværdig verden. Her trækker jeg på studier af forestillingsgenererende teknologier (Sneath et al. 2009, se også Myers 2018) samt litteraturens rolle i skabelsen af utopier (Hall 2020). Kan forfatternes arbejder ses som forsøg på at fremmane en fremtid, som overskrider den antropocæne eller ‚kapitalocæne‘ æra, der lige nu virker altomsluttende?

I 2010’erne slog økokritikken for alvor igennem i dansk litteratur. Lars Skinnebach proklamerede i Øvelser og rituelle tekster (2011), at "LITTERATUR DER IKKE BESKÆFTIGER SIG MED KLIMAKRISEN ER IKKE VÆRD AT BESKÆFTIGE SIG MED” og kastede sig ud i grænsesøgende formeksperimenter, tydeligt inspireret af Timothy Morton, i et forsøg på at besværge den presserende krise. Inden for romanprosaen udviklede der sig et helt spor af såkaldt cli-fi, der afsøger mulige konsekvenser af klimakrisen i postapokalyptiske scenarier (jf. Flinker 2018). Sideløbende med disse bevægelser har der imidlertid eksisteret en mere tyst økopoesi, hvis strategi har været at møde naturen og det ikke-menneskelige i øjenhøjde og fremhæve dets egenværdi og selvstændige eksistensberettigelse. En poesi primært repræsenteret ved de lidt ældre digtere Marianne Larsen og (nu afdøde) Eske K. Mathiesen. Her anskues naturen med nysgerrighed og en nænsom åbenhed – samt et ofte finurligt og ironisk blik på menneskets tendens til at overvurdere egen betydning. Poesien bliver dermed en stille, men potentielt stærk strategi til at fremme en dybere samhørighedsfølelse, der måske kan danne grundlag for en ny økologisk bevidsthed. Det vil jeg i foredraget diskutere gennem læsninger i Marianne Larsens forfatterskab, med sideblik til Mathiesen og udvalgte økopoetikker.

I sangene på sit album, Biophilia, undersøger Björk, hvad et menneske er i en tid, som er blevet kaldt både post-human og antropocæn. Albummets titel er en reference til en biologisk hypotese (Wilson 1984, Wilson, Kellert 1993). Hypotesen foreslår, at menneskelig tiltrækning og tilknytning til andre væsener er grundlæggende for relationen mellem os og vores større økologiske kontekst.

I musikvideoer og tekster behandler Björk både spørgsmålet om menneskets natur og mennesker i naturen. Hendes værk har menneskekroppen som udgangspunkt for en undersøgelse af den verden som både er mikroskopiske vira og enorme galakser på én gang. Sangene fremmaner ligheder i de strukturer som findes i de relationer, som findes på forskellige niveauer i universet: mellem tektoniske plader, DNA-strenge, planeter, kærlighed etc.

Sigrún Alba Sigurðardóttir, Jacob Ølgaard Nyboe, Ann-Sofie Nielsen Gremaud, Charlotte Ettrup Christiansen og Gísli Magnússon segja frá málstofunni „„Þetta sokkna land“ - Frásagnir af náttúru og hamförum í íslensku og dönsku samhengi“, þar sem varpað verður ljósi á birtingarmyndir náttúrunnar í bókmenntum og samtímalist í Danmörku og Íslandi og hvernig ólík upplifun af náttúrunni og áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi og í Danmörku hefur sett bæði mark sitt á íslenskar og danskar bókmenntir og listir.