
Í Árnagarði 303 föstudaginn 10. mars kl. 15:15-17:00.
Orðapör eru hluti af föstum orðasamböndum tungumálsins. Orðapör - einnig nefnd parasambönd eða samstæður á íslensku - eru mynduð eftir ákveðnu mynstri, oft tvö orð úr sama orðflokki eða sama orðið er endurtekið. Oftast eru orðin tengd með samtengingu eða forsetningu, þó það sé ekki algilt. Þau lífga mjög upp á tungumálið og koma gjarna fyrir í töluðu máli. Orðapör er sá hluti fastra orðasambanda sem hvað auðveldast er að tileinka sér og því eru þau ákjósanleg í kennslu erlendra tungumála.
Í þessari málstofu beinum við sjónum okkar að orðapörum en einnig öðrum föstum orðasamböndum í dönsku, spænsku og þýsku út frá ýmsum sjónarhornum og gerum þannig ákveðnu sviði fastra orðasambanda skil.
Málstofustjórar eru Oddný G. Sverrisdóttir og Erla Erlendsdóttir.