Tillaga að málstofu á Hugvísindaþingi

Skipuleggjendur málstofa eru beðnir um að fylla út og senda eyðublaðið hér fyrir neðan. Skilafrestur er til 12. janúar 2024.

Síðar verða skipuleggjendur beðnir að safna saman útdráttum frá fyrirlesurum í samvinnu við verkefnisstjóra Hugvísindastofnunar og annað starfsfólk þingsins. Lokafrestur til að skila útdráttum er 9. febrúar. Æskileg lengd er 80-200 orð.

Skipuleggjandi málstofunnar

Málstofa

Textinn má vera stuttur, en hámarkslengd er hálf blaðsíða (m.v. 12 pt. letur, eitt línubil). Textinn verður notaður til kynningar á málstofunni á heimasíðu þingsins.

Fyrirlesarar og titlar erinda

í þeirri röð sem þeir verða í málstofunni.
Athugið að titill erindis á ekki að vera í gæsalöppum nema um beina tilvitnun sé að ræða.

Vinsamlegast fyllið inn í hér fyrir neðan og bætið við eftir þörfum.
Ekki þarf að vera sérstakur fundarstjóri.
Málstofur verða metnar af starfsmönnum Hugvísindastofnunar sem leggja tillögu að dagskrá fyrir stjórn stofnunarinnar.
Ef fleiri sækja um málstofur en pláss er fyrir verður litið til þess hvernig málstofurnar dreifast á fagsvið hugvísinda þar sem gætt verður að því að sem fjölbreyttust flóra hugvísinda komist að. Fyrirlestrar sem greina frá niðurstöðum rannsóknaverkefna sem ekki hafa fengið umfjöllun áður, hvort sem þau eru unnin af einyrkjum eða hópum, njóta alla jafna forgangs.
Svör frá Hugvísindastofnun munu berast eigi síðar en í lok janúar.