
Í Árnagarði 310 föstudaginn 10. mars kl. 15:15-17:00.
Í þessari málstofu verða kynntar rannsóknir á viðhorfum nemenda til þýskunáms og á kennslufræði erlendra tungumála með tilliti til námsgagna og menningarmiðlunar. Einnig verður sjónum beint að tungumálakennslu með aðstoð leiklistar.
Eyjólfur Már Sigurðsson kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.