Valkyrjur, jötnameyjar og gyðjur: Endurtúlkun norrænna goðsagna frá femínísku sjónarhorni

Image

Valkyrjur, jötnameyjar og gyðjur: Endurtúlkun norrænna goðsagna frá femínísku sjónarhorni

Í Árnagarði 304 föstudaginn 7. mars kl. 13:15-16:45.

Endursögn goðsagna hefur alltaf í för með sér hugmyndafræðilega endurtúlkun sem stuðlar að því að gömlu sögurnar halda mikilvægi sínu. Goðsagnir eru almennt taldar hefðbundnar og þjóðlegar, en halda á sama tíma vissri dulúð og tvíræðni sem gerir þær sveigjanlegri og ‏þess vegna hentugri til hugmyndafræðilegrar og pólitískrar notkunar en margar aðrar tegundir frásagna. Þema málstofunnar er femínísk endurtúlkun og endurvinnsla goðsagna á ólíkum tímum og í mismunandi samfélagslegu samhengi, allt frá Eddukvæðum miðalda til vistskáldskapar 21. aldar. Rýnt verður í skáldskap og aðrar menningarafurðir, bæði frá sjónarhorni fræðimanna og rithöfunda sem sótt hafa innblástur til fornra goðsagna. Hvernig hafa goðsöguleg viðfangsefni verið endurtúlkuð í samhengi við femínískar stefnur, bæði hérlendis og erlendis? Og að hve miklu leyti geta Eddukvæðin virkað sem „leiðarvísir félagslegra aðgerða“ (sbr. Bronisław Malinowski) þegar kemur að málefnum kynjanna?

Fyrirlestrar

Í rómantískri þjóðernishyggju nítjándu aldar var norrænni goðafræði fagnað sem virtum þjóðararfi Íslendinga og hún endurtúlkuð í því ljósi. Bæði Æsir og Vanir komu fram í ættjarðarkveðskap ‏þess tíma sem persónugervingar þjóðernislegra hugmynda og eru notaðir til að skilgreina íslenska sjálfsmynd og samfélag. Þessar ljóðrænu endurtúlkanir á goðsögnunum fela einnig í sér hugmyndir um hlutverk karla og kvenna í nútímasamfélagi. Í fyrirlestrinum mun ég nýta hugtök úr kynjafræði og þjóðernisfræði (e. nationalism studies) til að greina hugmyndafræðilegt hlutverk gyðja (eins og Freyju og Iðunnar) og annarra kvenpersóna úr goðsögunum í íslenskri ljóðlist nítjándu aldar.

Jötunkonur koma víða við sögu í goðakvæðum eddukvæða. Sú ímynd sem Snorri Sturluson gefur af þeim og fræðimenn allt fram á þennan dag hafa tekið upp eftir honum er gegnumgangandi neikvæð, skrímslaleg og passíf. Í erindi mínu ræði ég aðra sýn á jötunkonur sem sjá má þegar eddukvæðin eru skoðuð sjálfstætt, óháð Snorra og eins óháð hinu vilhalla sjónarhorni „við og hinir“ og framast er unnt. Ég leitast við að kafa undir yfirborðið og lesa í orð og gjörðir, aðstæður og umsvif jötna og jötunkvenna sjálfstætt og á þeirra eigin forsendum. Við það koma ýmsir nýstárlegir og merkilegir hlutir í ljós og önnur og öðruvísi mynd af jötunkonum en venja er, og hlutverk þeirra birtist bæði stærra og mikilvægara en hingað til hefur verið haldið fram. Þær eru mótaðilar karlgoðanna í kynferðislegu tilliti, mæður barna þeirra en ekki síst eru þær handhafar einhvers konar drykkjar sem borinn er fram við formlegar athafnir og virðist jafnvel hafa trúarlegt eða kúltískt gildi.

Samskipti jötna og guða eru margþætt og flókin. Þótt guðunum standi botnlaus ógn af jötnunum koma Skaði Þjassadóttir, kona Njarðar, og Gerður Gymisdóttir, kona Freys, samt úr Jötunheimum og margir guðanna rekja líka ættir sínar þangað. Í norrænu goðafræðinni ganga guðir, jötnar og vanir kaupum og sölum. Oft gleymist að spyrja kvenverurnar hvað þeim finnist til dæmis um það þegar hárinu er stolið af kollinum á þeim eða þegar guðir ákveða upp á sitt eindæmi að kvænast þeim. Af gömlu norrænu goðsögunum hrökkva sífellt nýjar og er ekkert lát þar á. Hér segi ég frá því hvað ég hef sótt úr goð- og jötunheimum til að skapa ljóðheim minn síðustu 30 árin.  

In 2024, the Women’s National Basketball Association revealed the name of the long-awaited expansion team coming to the San Francisco Bay area: the Golden State Valkyries. The team’s logo features a woman holding a large sword with Wagnerian wings protruding from the side of her helmet. An international mixture of women comprises their roster—mostly young players, sprinkled with a couple of veterans, such as seasoned guard Tiffany Hayes. An African-Azerbaijani who grew up in central Florida, Hayes and her teammates have seemingly embraced the team name and mascot without complaint. But the figure of the Valkyrie in American history has an incredibly complicated history. During the nineteenth century, it served as an inspiration for women’s’ rights advocates. But in the mid-twentieth century, the figure was adopted by women in white nationalist and hate groups. This article traces the history of the Valkyrie in American literary history through these seemingly opposing movements through modern today and its striking image in Robert Egger’s film The Northman and a women’s basketball team set to make its debut in May 2025.

Myndmál Völuspár er Íslendingum enn nærtækt þegar lýsa á náttúruhamförum, skálduðum sem óskálduðum, og hvort sem er í fortíð eða mögulegri framtíð. Í fyrirlestrinum verða tekin dæmi um það hvernig norrænar goðsögur eru endurunnar í vistskáldskap 21. aldar, til að lýsa þeim ógnaröflum sem við stöndum frammi fyrir á tímum loftslagsbreytinga og hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika. Sú endurvinnsla einkennist af aukinni vitund um að allir þræðir eru samtvinnaðir í vistkerfi jarðar og viðurkenningu á því að taka verði tillit til allra þátta tilverunnar andspænis vistkreppum nútímans.

Árið 2016 sendi bandaríska skáldkonan Heidi Czerwiec frá sér ljóðabálkinn Sweet/Crude: A Bakken Boom Cycle þar sem hún lýsir áhrifum bergbrotsvinnslu (e. fracking) á náttúru og samfélög manna í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Czerwiec flokkar texta sinn sem sannsögu (e. non-fiction) og þar blandast saman ljóðmál og tungutak vísinda, stórfyrirtækja, pólitíkusa og sögulegra heimilda. Í bakgrunni er goðsagan um uppruna Bandaríkjanna og „réttmætt“ tilkall evrópskra landnema til jarðnæðis og auðlinda sem eru nauðsynlegar til að knýja áfram „framfarir“ og nútímavæðingu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um Czerwiec, ljóðabálk hennar og tilraunir til að snúa honum á íslensku. Gefin verða dæmi af hráum þýðingum og rætt um þær áskoranir sem felast í því að snúa textanum á íslensku