Vinnuvísindin, tíminn og mótun velferðarsamfélagsins

Mikil deigla var í hagræðingar- og stjórnunarfræðum á fyrrihluta tuttugustu aldar. Fyrirkomulag vinnu, skipulagsheilda og fjöldasamtaka tók mið af kenningum sem kenndar eru við hagræðingu og vísindalega stjórnun, en þeir hugmyndastraumar mótuðu einnig samfélagið í heild, neyslusamfélagið og velferðarsamfélagið, sem tekur á sig mynd í takt við framleiðsluaukningu og stöðlun vinnunnar. Í málstofunni eru vinnuvísindin skoðuð í hugmyndasögulegu ljósi sem og áhrif þeirra á þróun velferðarsamfélagsins á síðustu öld. 

Fyrirlestrar

Andstæðar hugmyndir um tíma í vinnuvísindum Guðmundar Finnbogasonar

Hinar mörgu fordísku rætur velferðarsamfélagsins