„Yfrið hef ég efni í nóg að yrkja margt af slíku“ – Sitthvað um rímur og rímnaskáld

Í málstofunni eru sex erindi sem fjalla um rímur frá ýmsum sjónarhornum. Meðal annars er rætt um efni rímna og efnismeðferð rímnaskálda, skáldamál og eddulist skáldanna og tilfinningahita þeirra sem birtist í mansöngvum, varðveislu rímna og flutningshefð. Af nógu er að taka enda margt enn órætt um rímur.

Fyrirlestrar

Erlendar fréttaballöður og Ræningjarímur Guðmundar Erlendssonar í Felli.

„Fetla hængurinn fríði söng“ – samfellt og sundurlaust myndmál í rímum

Rímur á mörkum munnmennta og bókmennta: Ölvis rímur sterka.

„Sörli sprakk af gildri þrá“ – og hvað svo?

„Fjölnis vín um falda Lín“ – hlutverk skáldamjaðarins í formgerð rímna

„Ástir oft með sorgum svíða“. Sagan á bak við Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu eftir Hallgrím Pétursson