
Í Árnagarði 304 laugardaginn 11. mars kl. 10:00-14:30. Smellið hér til að fylgjast með í streymi.
Í málstofunni eru sex erindi sem fjalla um rímur frá ýmsum sjónarhornum. Meðal annars er rætt um efni rímna og efnismeðferð rímnaskálda, skáldamál og eddulist skáldanna og tilfinningahita þeirra sem birtist í mansöngvum, varðveislu rímna og flutningshefð. Af nógu er að taka enda margt enn órætt um rímur.
Málstofan er tvískipt og verða fjórir fyrirlestrar fyrir hádegi og tveir eftir hádegi.